Enn kemur Google fram með nýja þjónustu og í þetta sinn er það ritvinnsla á Netinu sem þeir kalla Writely. Kostirnir eru að mögulegt er að vinna í skjölunum sínum hvaðan sem er ásamt fleiru. Ekki er tekið við nýjum skráningum en hægt að fá upplýsingar sendar þegar opnað verður fyrir þjónustuna.