Uppfærsla á Windows þýðir í augum margra uppfærsla á vélbúnaði. Windows Vista verður til í sex útgáfum en þeir sem vilja fá sem mest úr stýrikerfinu þurfa að hafa öflugan vélbúnað. Núna er Microsoft búið að opna vefsvæði og birta gátlista fyrir þá sem vilja vera tilbúnir fyrir uppfærslu.