Skype netsímaþjónustan er að undirbúa að selja þráðlausa síma sem á að nota með þjónustu sinni um sk. "hotspot". Þá á ekki að þurfa að nota tölvu til að hringja ódýr símtöl um Netið. Þrátt fyrir mikið umtal hefur ekki bólað neitt að ráði á sérsniðnum farsímum fyrir netsímtöl.