Ráðstefna í Reykjavík ákvarðar aðgerðir vegna Apple
Dagana 24. og 25. ágúst verður norræn neytendaráðstefna haldin í Reykjavík þar sem tekin verður ákvörðun um hvort löndin fari í aðgerðir gegn Apple vegna þess að ekki er hægt að spila tónlist sem keypt er á iTunes á öðrum spilurum en iPod. Íslenski vinkillinn er skondin þar sem ekki er mögulegt hér á landi að kaupa nokkurn skapaðan hlut á iTunes.