Skjáir eru að stækka og því stærri því betri. Bæði er hægt að koma meiru fyrir í einu á skjáinn og svo eru leikir og forrit á borð við Google Earth miklu skemmtilegri þegar pláss er nóg. Dálkahöfundur Slate segir frá reynslu sinni í þessum efnum, og tekur hægari tölvu með stórum skjá framyfir snögga sem hefur bara 17 tommu skjá.