Zune spilastokkurinn býr yfir mörgum áhugaverðum eiginleikum, eins og stórum skjá fyrir bíómyndir og þráðlausri tækni til að skiptast á lögum. Engu að síður hefur Apple svo afgerandi forskot með iPod spilaranum að Microsoft þarf að vera ansi þrautseigt áður en fyrirtækið nær markaðshlutdeild af keppinautinum.