Fyrstu eintökin af Sony PS3 hafa verið til sýnis og prufu að undanförnu og harðasta áhugafólk er dolfallið yfir gæðunum. Leikjatölvan er með nýjum örgjörva sem gera leiki mjög raunverulega. Tækin verða að auki með þráðlaust stjórntæki og Blu-ray drif fyrir 1080p sjónvarp. Verð verður á milli USD 500 og 600 og kemur á markað í Evrópu í mars 2007.