Forstjóri Apple, Steve Jobs, kynnti á árlegri Macworld sýningu fyrirtækisins farsímann iPhone en fyrirtækið hefur unnið að honum í tvö og hálft ár. Jobs segir símann vera byltingu en hann sameinar eiginleika iPod, snjallsíma og lófatölvu. Undirliggjandi er smækkuð útgáfa af stýrikerfinu OS X og skjárinn er 3,5 tommu breiðtjalds- snertiskjár. Síminn kemur á Evrópumarkað undir lok 2007.