Á næsta ári á að breyta alveg um áherslur á tæknisýningunni CeBIT. Þá verður skipulagi breytt og markmiðið að setja fram og kynna lausnir í stað þess að sýna einstök tæki. Talsmenn CeBIT segja breytinguna nauðsynlega til að vera í takt við tímann. Gagnrýnisraddir hafa heyrst um að sýningargestir séu fyrst og fremst forvitið tæknifólk sem geri ekki viðskiptasamninga á staðnum.