Þann 23. mars var stofnaður nýr faghópur inn Ský, fjarskiptahópur, og bætist hann við sístækkandi flóru faghópa innan félagsins. Stofnfundurinn var haldinn í húsnæði OR við Bíldshöfða og sóttu hann rúmlega 50 manns.
Þrenn erindi voru jafnframt haldin um þriðju kynslóð farsíma, en þrjú slík farsímanet verða tekin í notkun á Íslandi á þessu ári.
Formaður faghópsins var kjörinn Sæmundur E. Þorsteinsson en hann er jafnframt fulltrúi félagsins í fjarskiptaráði Samgönguráðuneytisins. Á fundinum var kosin fjögurra manna stjórn til eins árs og hana skipa: Anna Björk Bjarnadóttir, Símanum, Harald Pétursson, Nova, Kjartan Briem, Vodafone og Einar H. Reynis, Símanum og í stjórn Ský.