Fyrsti vísirinn að samruna Skype og eBay er að líta dagsins ljós í formi greiðslna með PayPal. Í nýrri útgáfu netsímans er möguleiki til að senda annaðhvort öðrum Skype-urum peninga eða senda öðrum greiðslur um PayPal, en banki þessi ef kalla má þjónustuna það, er hluti af eBay uppboðsumhverfinu.