Notendur Skype í Kína vöknuðu við þann vonda draum nýverið að
þjónustan var orðin óvirk. Aðgerðin var hluti af víðtækri útilokun á að
nota netsíma og að tíminn muni leiða í ljós hvort slíkt verði yfirhöfuð
mögulegt aftur og hjá hverjum. Hefðbundin símaumferð innanlands hefur
dregist mikið saman og er litið á þessar aðgerðir í því ljósi.