Alríkislögreglan FBI hefur hrint í gang mikilli herferð sem hefur það markmið að uppræta drauganet þar sem meira en ein milljón tölva hefur verið yfirtekin af óprúttnum aðilum. Vélarnar eru notaðar í sk. bot-neti þar sem þær eru látnar senda ruslpóst eða hýsa klám án vitundar eigenda sinna.