Það er leitin að annarri eins eftirvæntingu eftir nýju tæki eins og iPhone símanum frá Apple, sem kemur á markað í BNA í lok júní. Apple hefur nú þegar gert endurbætur á tækinu með betri rafhlöðuendingu og með því að nota gler en ekki glært plast á skjáinn. Hlutabréf fyrirtækisins fóru upp um 3% við þessa frétt, til viðbótar við hin 30% sem síminn hafði valdið.