Fyrstu umsagnir um hinn margumtalaða iPhone frá Apple eru að birtast í fjölmiðlum, en fáeinir símar hafa verið sendir til valdra aðila áður en hann fer í sölu. New York Times segir símann standa að mestu undir "hype-i". Sumt í honum er algjör bylting en annað vantar sem þó er að finna í ódýrustu símum.