Þó ekki hafi verið örtröð í þeim verslunum sem seldu iPhone í BNA varð hann þó uppseldur víða og þegar upp var staðið höfðu rúmar hálf milljón síma komist í hendur nýrra eigenda. Það þarf að nota iTunes til að virkja símann og hjá sumum tók það ferli tæpa tvo sólarhringa. Núna tekur við bið eftir að hann komi til Evrópu en spurning með Ísland þar sem Íslendingar geta ekki gerst áskrifendur að iTunes.