Apple hefur endurnýjað iPod línu sína og bætt við nýjum spilara, iPod Touch, sem er eins og iPhone síminn en án símahlutans. Tónlistarverslunin iTunes mun einnig taka breytingum þannig að hægt verður að kaupa tónlist milliliðalaust á iPod um þráðlaus net og iPhone notendur geta fengið tónlistarstubba sem hringitóna.