Meðal þess sem Steve Jobs forstjóri Apple kynnti á dögunum var mikil verðlækkun á farsímanum iPhone sem þó hafði verið á markaði í stuttan tíma. Sterk viðbrögð ollu því að Jobs ritaði opið bréf og bauð fyrri kaupendum bætur. Á sama tíma hefur Apple náð því marki að hafa selt milljón síma og það styttist í að hann verði fáanlegur í Evrópu.