Núna eru farsímafyrirtækin í Evrópu hvert af öðru að tilkynna sölu á iPhone síma Apple, og hversu mikið hann muni kosta. Ljóst þykir að verðið verður nokkuð hátt og að það gæti meira að segja haft góð áhrif á sölu síma frá öðrum framleiðendum, þar sem tæki eru gjarnan niðurgreidd.