Forstjóri Skype, og einn stofnandi þjónustunnar, hefur hætt þar störfum. Eins og kunnugt er keypti eBay Skype fyrir tveimur árum síðan og voru þá talsverðar umræður um samruna netsímans og uppboðsvefjarins. Þó þjónustan sé vinsæl eru tekjur ekki að skila sér og talsmenn eBay segja þörf á endurskoðun þjónustunnar.