Kanadíska fyrirtækið RIM, sem stendur á bakvið BlackBerry, hefur tvöfaldað hagnað sinn milli ára. Reiknað var með að iPhone myndi slá eitthvað á vöxtinn en svo virðist ekki vera. Fyrirtækið hefur verið að víkka út starfsemina og bæta einstaklingum við í kúnnahópinn í stað þess að einblína á fyrirtækjamarkað.