Mikill vöxtur er í sölu minni fartölva, sk. notebooks, hjá HP og telur fyrirtækið að það verði rakið til mikils vaxtar í efni á Netinu en talið er að framboðið tvöfaldist á hverjum 18 mánuðum. Þar fyrir utan er þörf fyrir fartölvur þar sem þráðlausar tengingar eru betri valkostur á sumum stöðum en tengingar með kapli.