Flugfélagið Continental hefur í tilraunaskyni hafið notkun á rafrænum brottfaraspjöldum þar sem farsímar eru notaðir. Spjaldið er byggt á sérstökum myndrænum skeytum, ekki ósvipuðum strikamerkjum, sem skannar lesa af skjá símanna. Uppbygging merkjanna byggir á staðli alþjóðlegu flugfélagasamtakana.