Núna er lokið tilraunum við raunverulegar aðstæður á frumgerð fjórðu kynslóð farsímaneta, sem kölluð er LTE eða Long Term Evolution. Við kjöraðstæður, og á skemmri leiðum, er hægt að ná gagnaflutningshraða sem slær allt annað út. Að baki býr bæði þörf á meiri bandbreidd en líka að nýta tíðnirófið betur til að bera sífellt meiri umferð.