Það er ekki ofsögum sagt að iPhone frá Apple er umtalaðasti farsími allra tíma en þegar farið er að rýna í sölutölurnar vakna margar spurningar. Apple hefur til þessa valið þá leið að læsa símunum við tiltekin farsímafyrirtæki en verulegur fjöldi síma sem þannig eru seldir skila sér ekki á netin. Þegar upp er staðið hefur langleiðina í milljón símum verið breytt til nota á öðrum netum en síðan virðist mikill fjöldi síma vera á lagerum eða ónotaðir heima hjá kaupendum.