Skip to main content

Opinn hugbúnaður

Örnámskeið - Opinn hugbúnaður
                á leið heim úr vinnu!

       

Fimmtudaginn 19. febrúar kl. 16:30 – 18:00 ætlar SKÝ að standa fyrir stuttu örnámskeiði um frjálsan og opinn hugbúnað. Örnámskeiðið verður haldið að Engjateigi 9 í salnum á jarðhæð.

Mikið framboð er af slíkum hugbúnaði á netinu, með mismunandi áherslum og virkni. Þetta gríðarlega framboð eykur flækjustigið við val á frjálsum og opnum hugbúnaði. Örnámskeiðið er hnitmiðuð kynning fyrir þá sem vilja spara sér tíma og bæta við þekkingu sína um frjálsan og opinn hugbúnað.  

Neðantöldum spurningum verður m.a. reynt að svara:

  •   Hvað er frjáls og opinn hugbúnaður?
  •   Hvað eru opnir staðlar?
  •   Hvar er hægt að finna slíkan hugbúnað?
  •   Hvernig er hentugasta lausnin valin?
  •   Hvernig notkunarleyfi fylgja frjálsum og opnum hugbúnaði?
  •   Hvernig nýtist frjáls og opinn hugbúnaður á Íslandi?
  •   Er hægt að græða á frjálsum og opnum hugbúnaði?
  •   Er hægt að spara með frjálsum og opnum hugbúnaði?

Dagskrá:

16:30 Frjáls og opinn hugbúnaður sjá glærur
17:05 5 mínútur
17:10 Kerfisveitur með opnum hugbúnaði - Hagnýting sjá glærur
17:40 Samantekt
17:45 Spurningar og umræður
18:00 Námskeiði slitið

Skráðu þig núna með því að senda póst á sky@sky.is eða að hringja
í síma 553 2460.


Leiðbeinendur eru:
Tryggvi Björgvinsson, frá Háskóla Íslands, og Ólafur Garðarson framkvæmdastjóri og eigandi Íkon ehf.

Í undirbúningsnefnd eru:
Bjarni Sigurðsson, Ragnheiður H. Magnúsdóttir og Sigrún Gunnarsdóttir frá stjórn Ský

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský er kr. 2.500
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn er kr. 3.500
Þátttökugjald fyrir námsmenn er kr. 1.000 við framvísun námsskírteinis


IMG 1502
IMG 1503
IMG 1504
IMG 1505
IMG 1506

  • 19. febrúar 2009