Skip to main content

Aðalfundur Fókus

Fræðslufundur

og aðalfundur Fókus

 

 

Fræðslufundur

Á vegum Fókus um samvirkni heilbrigðisgagna á milli Evrópulanda

 

                                                þann 25. nóv. 2010 kl. 16.30 – 17.00

í Hringsal Barnaspítala Hringsins

 

Undanfarin ár hafa verið nokkur stór Evrópuverkefni í gangi um samvirkni upplýsingakerfa og aðgang að sjúkragögnum milli landa. Þátttakendur eru frá tæplega 30 löndum og hefur Ísland átt aðild að tveimur verkefnanna, Calliope (Call for Interoperability in Europe) og epSOS (European Patient Smart Open Services).   Þann 16. nóv. var haldinn fundur í vinnuhópi  Calliope verkefnisins þar sem var lögð lokahönd á verkefnalýsingu (road map) um samvirkni, aðgengi og miðlun upplýsinga í heilbrigðisþjónustunni.
 

Torfi Magnússon læknir
sem sat fundinn þann 16. nóv. mun segja frá vinnu hópsins og framtíðarsýn. 

 

Að fræðslufundi loknum verða léttar kaffiveitingar og síðan verður boðið til aðalfundar Fókus kl. 17.10 – 17.30  á sama stað. 

 

 

Í beinu framhaldi af fræðslufundinum er boðaður

 

Aðalfundur Fókus

þann 25. nóv. 2010

 

kl. 17.10 - 17.30 í Hringsal Barnaspítala Hringsins

 

 

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf skv. stofnsamþykktum (sjá á www.sky.is) . 

 

Skv. samþykktum verður kosið um tvö sæti  í stjórn og tvö sæti í varastjórn. Ásta Thoroddsen í aðalstjórn og Guðlaug Sigurðardóttir í varastjórn gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.  Aðrir stjórnarmenn gefa kost á sér áfram. 

 

Tvö framboð hafa borist, frá  Örnu Harðardóttur og Bjarna Þór Björnssyni.  Ef önnur framboð eru til stjórnar eru félagsmenn vinsamlegast beðnir um að senda formanni tilkynningu um framboðið.

 

Bent skal á að skv. samþykktum Fókus skal samsetning stjórnar og varastjórnar endurspegla sem best þekkingu og starfssvið félaga í faghópnum. 

 

 

Allir velkomnir og nýjir félagar í Fókus sérstaklega boðnir velkomnir.

 

Stjórnin

   • 25. nóvember 2010