Skip to main content

Rafræn hjúkrunarskráning - Fókus


Rafræn hjúkrunarskráning
– hvað er framundan?

Fundur á vegum Fókus,
faghóps um upplýsingatækni í heilbrigðisþjónustu

- Aðgangur ókeypis -

Dagsetning:  Fimmtudaginn 7. apríl 2011, kl 16:30 -17:30

Staður:  Hringssalur Barnaspítalans

Mikil þróunarvinna hefur átt sér stað undafarin ár við að koma hjúkrunarskráningu  yfir á samræmt rafrænt form. Afrakstur þessarar vinnu er nú smám saman að koma í ljós. Breytingar sem framundan eru munu hafa veruleg áhrif á verklag hjúkrunarfræðinga við skráningu í klínísku starfi og skapa ýmis tækifæri varðandi nýtingu og miðlun upplýsinga milli heilbrigðisstarfsmanna.

Dagskrá:

16:30 – 16:55      „Hjúkrunarskráning á Reykjalundi – innleiðing   
                              hjúkrunarhluta sjúkraskrárkerfisins DIANA“

                              Jónína Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur BS, MS, gæðastjóri á Reykjalundi 

16:55 – 17:20      „Ný tækifæri með hjúkrunarskráningu í Sögu”

                               Herdís Gunnarsdóttir, hjúkrunar- og viðskiptafræðingur, MSc, MBA, verkefnastjóri á LSH

17:20 – 17:30      Umræður og spurningar

17:30                    Fundi slitið

Fundurinn er ókeypis og opinn öllum áhugasömum.  

Fundarstjóri:  Jóhanna F. Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingur MSc, verkefnastjóri á Heilbrigðisstofnun Vesturlands og stjórnarmaður í Fókus.  • 7. apríl 2011