Skip to main content

Réttur til að vita ...

Ráðstefna 28. september
Hótel Hilton Nordica kl. 13 - 16

„Réttur til að vita ...“

 

Ráðstefnan er haldin í tilefni af „International Right to Know Day“ sem  haldinn hefur verið víða um heim þann 28. september frá árinu 2003. 

Tilgangur dagsins er að leggja áherslu á að réttur einstaklinga til upplýsinga sé virtur og aðgengi að upplýsingum sem vistaðar eru hjá stjórnvöldum sé opið og gagnsætt.

Ráðstefnan er ætluð þeim sem hafa áhuga á að rétturinn til að vita sé virtur, bæði borgurum og þeim sem bera ábyrgð á vistun og miðlun upplýsinga.

Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum:

- Hvað felst í þessum degi?

- Hvað gera önnur lönd?

- Hver eru vandamálin við upplýsingagjöf á Íslandi í dag?

- Hvernig er lagaumhverfið?

- Hvað get ég fengið að vita um sjálfan mig?

- Hvar liggja upplýsingarnar?

- Hvernig má nýta upplýsingatæknina betur?

 

Dagskrá:

 

12:50 – 13:05  Afhending ráðstefnugagna

13:05 – 13:20  Upplýst samfélag: Rétturinn til upplýsinga
                           Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

 

13:20 – 14:00  Þurfum við nýja upplýsingaöld?
                           Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis

14:00 – 14:20  Aðgangur og aðgengi að opinberum skjalasöfnum
                           Svanhildur Bogadóttir, borgarskjalavörður Reykjavíkurborgar

14:20 – 14:40  Lekaveitur: Nýjar áskoranir fyrir upplýsingasamfélagið
                           Sigurður Már Jónsson,
blaðamaður                                     

14:40 – 15:00  Kaffihlé

15:00 – 15:20 Hvað er skráð um mig í opinberum skrám?     Viðtal við Margréti á Rás2, síðdegisútvarpið
                          Margrét Hauksdóttir, aðstoðarforstjóri Þjóðskrár Íslands

15:20 – 15:40  Aðgangur að eigin sjúkraskrá
   
                        Magnús Páll Albertsson, tryggingalæknir hjá Sjúkratryggingum Íslands

15:40 – 16:00  Endurskoðun upplýsingalaga, leynist svarið þar?                          
                           Páll Þórhallsson, lögfræðingur í forsætisráðuneyti

16:00 Fundarlok


Fundarstjóri:
Jóhanna Gunnlaugsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands

Undirbúningsnefnd:  Jóhanna Gunnlaugsdóttir hjá Háskóla Íslands,
Halla Björg Baldursdóttir hjá Þjóðskrá Íslands og Arnheiður Guðmundsdóttir hjá Ský

Verð fyrir félagsmenn Ský: 9.500 kr.

Verð fyrir utanfélagsmenn:11.500 kr.

Verð fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.500 kr.


Rettur til ad vita 01
Rettur til ad vita 02
Rettur til ad vita 03
Rettur til ad vita 04

  • 28. september 2011