Skip to main content

Aðal- og fræðslufundur Fókus

Fræðslu- og aðalfundur Fókus 2012

Fræðslufundur
Miðvikudaginn 17. október kl. 16:30 – 17:10

Lækningatæki - Framtíðarsýn
Hjörleifur Halldórsson, LSH


Fundurinn er ókeypis og opinn öllum meðan húsrúm leyfir – ekki þarf að skrá sig fyrirfram
Engjateigi 9, kjallara

Aðalfundur Fókus 2012
Miðvikudaginn 17. október kl. 17:15
- fyrir félagsmenn Fókus -
Engjateigi 9, kjallara

Á dagskrá aðalfundar eru venjuleg aðalfundarstörf skv. stofnsamþykktum Fókus:

 • Setning fundar og kynning dagskrár
 • Kosning fundarstjóra og fundarritara
 • Skýrsla stjórnar félagsins um störf hans á liðnu starfstímabili
 • Starfsáætlun næsta starfsárs lögð fram
 • Breytingar á félagssamþykktum
 • Kosning formanns
 • Kosning annarra stjórnarmanna
 • Önnur mál

Samkvæmt samþykktum Fókus skal kjósa um eftirfarandi sæti og er óskað eftir framboðum í þau:

 • Formann - kosinn til eins árs.
 • Tvo menn í aðalstjórn til tveggja ára.
 • Einn varamann til eins árs.

Bent skal á að skv. stofnsamþykktum Fókus skal samsetning stjórnar og varastjórnar endurspegla sem best þekkingu og starfssvið félaga í faghópnum.

Þeir sem hafa áhuga á að gefa kost á sér í stjórnina eru vinsamlegast beðnir að láta formann vita sem fyrst og senda stutta ferilskrá.

Jóhanna F. Jóhannesdóttir, formaður Fókus
johanna.johannesdottir@hve.is • 17. október 2012