Skip to main content

Hacker Halted Europe

Ráðstefna í Hörpu 7.-8. október 2013

Ský er aðili að Hacker Halted Europe 2013 og býðst félagsmönnum Ský verulegur afsláttur af ráðstefnunni eða 200 EUR. Vinsamlegast hafið samband við sky@sky.is til að fá afsláttarkóða til að nota á skráningarsíðu Hacker Halted.

Ráðstefnan Hacker Halted er virt alþjóðleg ráðstefna um upplýsingaöryggi fyrirtækja og stofnana sem fjölmargir sérfræðingar í netöryggismálum sækja hvaðanæva að úr heiminum. Hacker Halted er nú í fyrsta sinn haldin í Evrópu í haust, en ráðstefnan verður haldin í Hörpu dagana 7. - 8. október næstkomandi. Ráðstefnan er á vegum Promennt í samvinnu við EC-Council sem er alþjóðlegur vottunaraðili á sviði upplýsingaöryggis og netviðskipta. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands mun opna ráðstefnuna og koma einnig sterkir samstarfsaðilar að Hacker Halted Europe en má þar m.a. nefna Advania, Capacent, Infosecurity og Firebrand.

Athygli er vakin á því að sérstök námskeið á vegum EC-Council verða einnig í boði í tenglsum við ráðstefnuna, en þau eru haldin fjóra daga fram að ráðstefnunni. Til að mynda námskeið er bera heitin 
Certified Ethical Hacker (CEH), Computer Hacking Forensics Investigator (CHFI) and EC-Council Certified Security Analyst (ECSA). Hægt er að skoða dagskrá ráðstefnunnar og hvaða námskeið eru í boði á heimasíðu Hacker Halted Europe.

Í meira en fimm ár hefur úrval fyrirlesara miðlað þekkingu sinni á árlegu Hacker Halted ráðstefnum í Bandaríkjunum, Asíu og Mið-Austurlöndunum. Nú er loks komið að Íslendingum og öðrum Evrópubúum að fá að taka þátt í þessum merka viðburði.

Fyrirlesarar Hacker Halted Europe hafa verið sérstaklega valdir úr röðum þeirra allra bestu á sviði upplýsingaöryggis í heiminum og þeirra á meðal eru eftirtaldir sérfræðingar.
 
Kevin Cardwell at Cardwell Engineering served as the leader of a 5 person Red Team for six straight years. His expertise is in finding weaknesses and determining ways clients can mitigate or limit the impact of these weaknesses. Kevin has conducted over 100 security assessments across the globe, provides consulting services for companies throughout the world and is an advisor to numerous government entities within the US and UK. He developed the Strategy and Training Development Plan for the CERT in Oman and has worked extensively with banks and financial institutions around the world.”

Paula Januszkiewicz, CEO of CQUERE, is an IT Security Auditor and Penetration Tester, Enterprise Security MVP, trainer (MCT) and Microsoft Security Trusted Advisor. Paula has conducted hundreds of IT security audits and penetration tests, including those for governmental organizations.”

Paul Coggin is an Internetwork Consulting Solutions Architect with Dynetics Inc.. Paul is responsible for designing and building broadband multi-service networks supporting Smart Grid, MPLS, VoIP, and IPTV for service providers, leading cyber security research efforts, in addition to performing network security architecture assessments and penetration tests for enterprises, utilities and service providers. Paul is a Cisco Systems Certified Instructor # 32230 and a Certified EC-Council Instructor.”

Alexander Polyakov is the father of ERPScan Security Monitoring Suite for SAP. His expertise covers the security of enterprise business-critical software like ERP, CRM, SRM, banking and processing software. He is the manager of OWASP-EAS (OWASP subproject), a well-known expert on the security of enterprise applications developed by such vendors as SAP and Oracle. He is the author of multiple whitepapers and surveys devoted to information security research in SAP.”

Aamir Lakhani is a leading Cyber Security and Cyber Counter Intelligence specialist for World Wide Technology. He has worked on large projects for the many of the Fortune 500, US Department of Defense, major healthcare, educational providers, global financial institutions, and large media companies. Aamir Lakhani leads detailed architectural conversations and projects with topics focused on Cyber Defense, Mobile Application Threats, Malware and APT research, and Dark Security.”


Dagskráin, sem er einkar glæsileg, hefst á aðalfyrirlestrum fyrri daginn, en síðari daginn verður skipt niður í þrjár línur með mismunandi áherslusvið og því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Hér að neðan má sjá yfirskrift þessara þriggja lína:

1. What´s hot?
2. Cut the crap–Show me the hack!
3. Critical Infrastructure

Skráning er í fullum gangi en hægt er að skrá sig á heimasíðu Hacker Halted.

 



  • 7. október 2013