Skip to main content

Nýsköpunartorg

Nýsköpunartorgið verður haldið í Háskólanum í Reykjavík dagana 23. og 24 maí

Um er að ræða fagráðstefnu um starfsumhverfi og uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja og sýningu þar sem fyrirtæki og stofnanir kynna árangur í nýsköpun. Nýsköpunartorgið er haldið í tengslum við 20 ára afmæli Samtaka iðnaðarins og 10 ára afmæli Tækniþróunarsjóðs.

Fagráðstefna - Föstudaginn 23. maí kl. 8.45-17.00

Fagráðstefnan hefst með sameiginlegri dagskrá í Sólinni en síðan verða haldnar málstofur í sex stofum háskólans. Annars vegar eru þrjár línur um uppbyggingarferli nýsköpunarfyrirtækja þar sem fyrirtækjum er skipt í deildir eftir þroskastigi og hins vegar málstofur um tengda stoðþjónustu s.s. vörumerki, einkaleyfi og staðla. Gestir ráðstefnunnar geta valið sér þá fyrirlestra sem mestan áhuga vekja.

Nánari upplýsingar og skráning  á www.si.is

 

Spennandi Nýsköpunartorg fyrir alla fjölskylduna - Laugardaginn 24. maí kl. 11.00-17.00

Öllum sem áhuga hafa á nýsköpun og tækni er boðið á Nýsköpunartorgið. Um 70 nýsköpunarfyrirtæki og stofnanir kynna vörur og þjónustu en að auki verða margvíslegar uppákomur fyrir alla fjölskylduna, m.a. 

$1·         Kynning fyrirtækja um tækifærin í tækni

$1·         Pollapönk

$1·         Kubbað með Mindstorm

$1·         Spilað með Spilavinum

$1·         Fjögur vinningslið GameCreator kynna nýja tölvuleiki

$1·         Mælingar á ástandi húðarinnar í boði EGF húðvara

$1·         Prófaðu að hjóla með heimsins léttasta hjólagaffli

$1·         Hvernig verður rafmagn til?

$1·         Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda

$1·         Ekta eða fake? - Falsaðar vörur til sýnis

$1·         Taktu þátt í nýsköpun á orðavegg Ský þar sem leitað er eftir íslenskun á enskum tölvuhugtökum 

$1·         Sýnishorn úr íslenskum kvikmyndum 2014

$1·         og fleira skemmtilegt...

 

Frítt er inn á Nýsköpunatorgið

Samtök iðnaðarins, Tækniþróunarsjóður, HR, Einkaleyfastofa og Ský og fleiri aðilar sem tengjast nýsköpunarumhverfinu á Íslandi standa fyrir Nýsköpunartorginu.

 


20140523 122601
20140523 122622
20140523 122651
20140523 122654
20140524 144927
20140524 144933
20140524 155143
20140524 155152
20140524 155516
20140524 155547

  • 23. maí 2014