Fjarskipti og ferðamenn
Hádegisfundur á Grand hóteli
miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 12-14
Árið er 2015. Hvers vegna þarf að “leita” en ekki “sækja” fólk?
Twitter: @SkyIceland #FjarskFerda
Við lifum á tækniöld þar sem nánast hver maður gengur með tækniundur í vasanum í formi farsíma. Tæki heimilisins hafa sitt eigið tungumál, WiFi, og ræða sín á milli og samhæfa sínar aðgerðir. Engu að síður fer björgunarsveitafólk í tuga og hundruðavís að „leita“ að ferðafólki. Hvers vegna er það ekki „sótt“ á þann stað sem litla tækið í bakpokanum þeirra segir til um að það sé staðsett? Er þetta tæki ekki til ? Eða veit fólk ekki af því ? Gengur það gegn verndun persónuupplýsinga að krefja ferðamenn um að bera slíkt tæki ? Réttlætir slík verndun að björgunarsveitir séu ávallt til taks ? Hvar eru hindranirnar?
Faghópur um fjarskiptamál boðar til fundar um fjarskiptamál ferðamanna. Í fundinn mæta fagaðilar sem þekkja af eigin raun hvað nýtist best í erfiðum aðstæðum. Fundurinn er opinn öllum áhugasömum um efnið og hugsanlega kvikna nýjar hugmyndir.
Dagskrá:
11:50-12:05 Afhending gagna
12:05-12:20 Fundur settur og hádegisverður borinn fram
12:20-12:35 Hvenær er nóg-nóg ? Á að leita að öllum?
Guðbrandur Örn Arnarson verkefnastjóri aðgerðamála hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fer yfir starfsumhverfi björgunarsveita. Hefur fjarskiptabúnaður sem þeir bera sem leitað er að hjálpað? Ef svo er hvað kemur helst að gagni? Er mögulegt að krefja ferðamenn um að bera tiltekinn fjarskiptabúnað? Ber að leita að öllum?
12:35-12:50 Tetra kerfið-kostir og gallar. Fyrir hverja er Tetra?
Guðmundur Freyr Jónsson, aðstoðartæknistjóri Tetra. Mikill árangur hefur orðið í útbreiðslu og uppbyggingu á Tetra kerfinu á fáum árum. Hverjir eru helstu kostir þess og gallar ? Hverjum er kerfið ætlað ? Hvar eru helst „dauðir“ punktar í kerfinu.
12:50-13:05 Er Depill hundur? Getur hann bjargað mannslífum?
Baldvin Hansson frá Rögg kynnir Depil sem fyrirtækið hefur ræktað og selt í nokkur ár. Einnig mun Baldvin kynna til sögunnar fjarskiptaafurð sem Rögg hefur þróað til leita að fólki með GSM síma sem m.a. er notuð í þyrlum Landhelgisgæslunnar.
13:05-13:20 Hvað er til ráða þegar hefðbundin talstöðvarfjarskipti bregðast viðbragðsaðilum?
Daníel Eyþór Gunnlaugsson er meðlimur í Fjarskiptaráði björgunarsveita og yfirleiðbeinandi í fjarskiptum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Daníel er í hringiðu fjarskiptamála björgunarsveita og hefur tekið þátt í þróun á þeim lausnum sem nýtast björgunarsveitum best á fjarskiptalega erfiðum svæðum. Hvað er til ráða þegar útfall verður á daglegri fjarskiptaþjónustu viðbragðsaðila og hvernig má koma fjarskiptum á aftur meðan unnið er að viðgerð.
13:20-13:35 Veitir GSM kerfið falst öryggi eða er það eina vonin?
Stefán Gunnarsson hjá Vodavone. Útbreiðsla GSM kerfisins er mjög mikil. Tiltekin tilkynningakerfi svo sem 112 smáforrit nýtir GSM kerfið og almennt má ætla að margir treysti kerfinu á sínum ferðalögum. Eru of miklar kröfur gerðar til kerfisins ? Hverjar eru raunverulegar kröfur til þess ? Má líta á GSM kerfið sem einskonar neyðarkerfi ferðalanga ?
13:35-14:00 Pallborðsumræður og spurningar
14:00 Fundarslit
Fundarstjóri: Guðmundur Daníelsson, Tæknirekstrarstjóri Orkufjarskipta hf
Undirbúningsnefnd: Fjarskiptahópur Ský
Matseðill: Hvítlauks engifer kjúklingaspjót kryddhrísgrjónum og fersku salati með ávöxtum og osti. Konfekt / kaffi /te á eftir.
Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.500 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 8.900 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.500 kr.
-
4. mars 2015