Skip to main content

Kynningarfundur á vegum Öldungadeildar Ský

Kynningarfundur í Þjóðarbókhlöðu þriðjudaginn 27. október kl. 15:30.
(Þátttaka á fundinn er nægjanleg þannig að hann verður haldinn)

 

Kæru félagar í Öldungadeild Ský.

Á síðasta aðalfundi Öldungadeildar var samþykkt að beina því til stjórnar að halda almenna félagsfundi í tengslum við fyrirtækjaheimsóknir. 

Stjórn deildarinnar hefur ákveðið að halda kynningarfund þar sem kynnt verða 2 mikilvæg gagnasöfn á sviði menningarvarðveislu og upplýsingaleitar. Það eru gagnasöfnin timarit.is og Íslenska vefsafnið (vefsafn.is). Í timarit.is eru stafrænar endurgerðir blaða og tímarita, alls tæplega 5 milljónir blaðsíðna og í vefsafninu eru afrit af íslenskum vefsíðum frá 1996 til 2015 alls um 430 milljónir skjala og um 1xx Tb að stærð.

Fundurinn verður í Þjóðarbókhlöðu (Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni) þriðjudaginn 27. október kl. 15:30.

Fundargestir geta fengið kaffi og meðlæti og kostar það um 500 krónur.

Vonandi  geta sem flestir mætt en nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku með tölvupósti til Þorsteins Hallgrímssonar því ef þátttaka er mjög lítil er ekki fundarfært.

Netfangið er:    akurholar@gmail.com

F.h. Öldungadeilar Ský,

Þorsteinn Hallgrímsson.  • 27. október 2015