Skip to main content

BitCoin - Hugbúnaðarráðstefnan

Hádegisverðarfundur
18. nóvember á Grand hóteli kl. 12:00 - 14:00

"BITCOIN - frá ýmsum hliðum"

Twitter: @SkyIceland #BitCoinIceland

Viðburðurinn fjallar um hvernig Bitcoin hefur orðið samþykktur gjaldmiðill í nútíma samfélagi.  Hvernig uppbygging hans átti sér stað og hvað gott er að vita til framtíðar í heimi rafrænna gjaldmiðla. Hvetjum alla þá sem áhuga hafa á rafrænum gjaldmiðlum, breytingum á notkunarmynstri með rafrænum gjaldmiðlum og hvernig þeir munu breyta framtíðinni til að mæta á viðburðinn.

DAGSKRÁ

11:50-12:05   Afhending gagna

12:05-12:20   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20-12:40   Hvað er Bitcoin, geta netgjaldmiðlar leyst krónuna af hólmi?
                       Af hverju henta netgjaldmiðlar Íslendingum? 
                       Samanburður netgjaldmiðla, kreditkorta og íslensku krónunnar.
                       Hlynur Þór Björnsson

12:40-13:00   Bitcoin mining: Vottun á dreifðri færsluskrá
                       Kynnt verður vottunarferli Bitcoin færsluskrárinnar (e. blockchain) og hagnaðarlíkan af vottunarstarfseminni (e. mining).
                       Höfundar eru dr. Sveinn Valfells (framsögumaður) og Jón Helgi Egilsson.
                       Sveinn Valfells

13:00-13:20 Tæknin á bak við Bitcoin
             
        Grundvallarhugtökum Bitcoin-tækninnar gerð skil og kynnumst forritanleika Bitcoin og annarra rafmynta.
                      Gísli Kristjánsson, Appvise

13:20-13:40 Skölun Bitcoin
                     
 Eru 7 færslur á sekúndu nóg?
                      Vandamál og mögulegar lausnir á skölun Bitcoin.
                      Jóhann Eiríksson, CrankWheel

13:40-14:00   PALLBORÐSUMRÆÐUR                      

14:00              Fundarslit

Fundarstjóri: Magnús Blöndal
Undirbúningsnefnd: Faghópur Ský um hugbúnaðargerð

Matseðill: Kryddhjúpaður þorskhnakki rjómasoðnu bankabyggi með grænmeti, mild piparsósa og fennelsalat. Kaffi/te og konfekt á eftir.

Verð fyrir félagsmenn Ský:  5.500 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 8.900kr.
Verð fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 3.500 kr.   • 18. nóvember 2015