Stelpur og tækni - Girls in ICT Day
Stelpur og tækni (Girls in ICT Day)
3. maí 2018
Árlega standa HR, Ský og SI fyrir "Stelpur og tækni" deginum en hann er haldin um alla Evrópu í lok apríl ár hvert.
Tilgangur dagsins er að vekja athygli ungra stúlkna á tölvu- og tæknigreinum.
Dagurinn hefur verið haldin árlega frá 2014 en það ár var um 100 stelpum í 8. bekk boðið í vinnustofur í HR og síðan fóru þær og heimsóttu 4 tæknifyrirtæki á Reykjavíkursvæðinu.
Árið 2015 voru um 100 stelpum í 9. bekk boðið að taka þátt og voru um 4 tæknifyrirtæki með það ár.
2016 komu um 400 stelpur úr 9. bekk og tóku þátt í deginum, bæði frá Reykjavík og Austurlandi. Um 20 tæknifyrirtæki tóku síðan á móti þeim í lok dags.
2017 tóku HR, Ský og SI á móti tæplega 400 stelpum úr skólum á höfuðborgarsvæðinu og fóru þær í vinnustofur og síðan í heimsókn til um 20 fyrirtækja.
-
3. maí 2018