Skip to main content

Vefstjórinn

Hádegisfundur á Grand hóteli 
6. desember kl. 12-14

"Vefstjóri eða stafrænn leiðtogi?"

Twitter: @SkyIceland #Vefstjorinn 

Störf tengd vefmálum hafa þróast gríðarlega síðustu árin og nú eru dæmi um að fyrirtæki séu að leggja niður vefstjórastarfið í sínu skipulagi. Í stað þess að vera „einhyrningarnir” sem ganga í öll verkefni eru þeir sem starfa að vefmálum að fá meira forystuhlutverk og starfa með sérfræðingum á mismunandi sviðum notendaupplifunar. Fyrirtæki sem ætla sér að vera í fremstu röð og bjóða stafræna þjónustu þurfa að setja vefmálin í forgang. Í því felst breyting á fyrirtækjamenningu og skipulagi fyrirtækja. Þeir sem leiða vefmál og rafræna þjónustu skipta þar miklu máli.

Fundurinn er fyrir alla þá sem starfa að vefmálum og stjórnun og láta rafræna þjónustu og skipulag fyrirtækja/stofnana sig varða.

Dagskrá:

11:50-12:05    Afhending gagna

12:05-12:20    Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20-12:40    Er vefstjórinn í útrýmingarhættu?
Fyrirtæki þurfa að takast á við stórar áskoranir á næstu árum. Ef þau ætla að lifa af í samkeppni þurfa þau að bjóða upp á framúrskarandi notendaupplifun og ekki síst stafræna notendaupplifun. Starf vefstjórans þarf að taka mið af þessu og sá sem gegnir því þarf að fá aukna ábyrgð. Þetta kallar á aukna sérhæfingu og bætta menntun á sviði vefmiðlunar.
Sigurjón Ólafsson, Fúnksjón vefráðgjöf

12:40-13:00    Vefverkefni á tímum fjórðu iðnbyltingarinnar
Allir eru að tala um fjórðu iðnbyltinguna þessa dagana og fólk og fyrirtæki eru að skoða hvernig hún muni hafa áhrif. Hvernig er vefbransinn að koma til móts við breytingarnar?
Ragnheiður H. Magnúsdóttir, Marel

13:00-13:20    Að leiða stafræna vegferð
Fyrir um einu og hálfu ári síðan tók Iceland Travel þá ákvörðun að verða stafrænt ferðaþjónustufyrirtæki. Á þeim tíma sem er liðin hefur fyrirtækið farið í fjölda verkefna sem miða að því að nýta tæknina til að bæta upplifun viðskiptavina og ná meiri árangri í rekstrinum.
Jón Heiðar Þorsteinsson, Iceland Travel

13:20-13:40    Þróun vefstjórahlutverksins
Hreinn rekur sögu vefstjórahlutverksins hjá Reykjavíkurborg. Hvað hefur breyst, hver er staðan í dag og hvernig ætlar borgin að taka skrefið og verða rafræn.
Hreinn Hreinsson, Reykjavíkurborg.

13:40-14:00    Pallborðsumræður

14:00               Fundarslit

Fundarstjóri: Halla Kolbeinsdóttir, Háskólinn í Reykjavík

Undirbúningsnefnd: Stjórn faghóps Ský um vefstjórnun

Matseðill: Steikt kjúklingabringa með rósmarínbættri hvítvínssósu bökuðu rótargrænmeti og kartöflum. Sætindi / kaffi /te á eftir.

Þátttökugjald fyrir félagsmenn Ský: 5.900 kr.
Þátttökugjald fyrir utanfélagsmenn: 9.700 kr.
Þátttökugjald fyrir aðila utan vinnumarkaðar: 4.000 kr. 


20171206 123715
20171206 124517
20171206 125819
20171206 130524
20171206 130549
20171206 130752
20171206 130805
20171206 134951

  • 6. desember 2017