Skip to main content

Verkfærakista ofurhetjunnar

 Hádegisfundur á Grand hóteli 18. apríl 2018  kl. 12-14

Verkfærakista ofurhetjunnar

Twitter: @SkyIceland #Forritarinn

Forritarinn ofurhetjan!
Hvaða færni þarf forritarinn að búa yfir til að geta kallast ofurhetja? Snillingur í högun? Loggun? Þekkja öll tól og aðferðir til prófana? Eða er bara nóg vera harðkjarna forritari?

Fundurinn er fyrir alla alvöru forritara og þá sem hafa áhuga á forritun.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:05   Fundur settur og hádegisverður borinn fram

12:20  Örþjónustur og flugvélar
Kynning frá WOW Labs á þróunferli bókunarvélar, farþegavefs og innrakerfis WOW sem keyrir á Kubernetes cluster. Kerfið samanstendur af asynchronous örþjónustum (microservices) sem eru samfellt samþættar (continuous integration) og reknar af forriturunum sem þróa þær.
Steinar Hugi Sigurðarson, WOW air

12:50   Leitað að nál í heystakk með Elasticsearch
Er ELK bara enn ein þriggja stafa skammstöfunin eða gagnahirsla framtíðarinnar? Elasticsearch - Logstash - Kibana, einingar fyrir söfnun, vistun og framsetningu upplýsinga. Örkynning á uppruna og gagnsemi þessa open source hugbúnaðar sem hefur náð mikilli útbreiðslu á skömmum tíma.
Ólafur Jóhann Ólafsson, Fruktus

13:10   Verkfærasett þróarans - hvernig tryggjum við næg gæði?
Hvað er gæðahugbúnaður? Hvernig tryggjum við næg gæði? Farið verður yfir helstu tól og tækni sem hægt er að beita yfir þróunartímann til að hægt sé að leggja mat á hvort hugbúnaður sé tilbúinn til útgáfu.
Sigríður Dóra Héðinsdóttir, Marorka/Advania

13:40   Nýr vefur Knattspyrnusambands Íslands
Endurhönnun á vef KSÍ fór í loftið nýlega. Vefurinn var kominn nokkuð til ára sinna og farið verður yfir helstu breytingar sem ráðist var í. Einnig var viðmóti ofan á mótakerfi sambandsins breytt en það vinnur ofan á gagnagrunn sem heldur m.a. utan um alla leiki, leikmenn og leikskýrslur frá upphafi knattpyrnunnar á Íslandi árið 1912. Ákveðið var að notast við SingePageApplication virkni og varð Vue.js framework fyrir valinu þar sem það sameinar ýmsa kosti Angular og React.
Gylfi Steinn Gunnarsson, Advania

14:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Sigrún Lára Sverrisdóttir, Miracle

Undirbúningsnefnd:  Stjórn faghóps Ský um hugbúnaðargerð

Matseðill: Úrbeinuð kjúklingalæri með egganúðlum og úllala sósu. Sætindi / kaffi /te á eftir.

Verð fyrir félagsmenn Ský:  5.900 kr.
Verð fyrir utanfélagsmenn: 9.700 kr.
Verð einstaklinga utan vinnumarkaðar: 5.000 kr.

   • 18. apríl 2018