Skip to main content

Fjarskipti á hamfaratímum

- FJARRÁÐSTEFNA -

Fjarskipti á Hamfaratímum

 26. ágúst 2020 kl. 12:00 - 13:00  google cal icon


 
Verð
Félagsmenn Ský:     1.500 kr.
Utanfélagsmenn:    3.000 kr.
 

Í óveðrinu 10. og 11. desember 2019 kom bersýnilega í ljós hve mikilvæg fjarskipti eru fyrir alla undirliggjandi þjónustu, allt fá bensínafgreiðslu til stærri aðgerða varð óvirkt. Hver er afleiðing þeirra breytinga sem farið hefur verið í á fjarskiptakerfum landsins? Hvað hefur verið vel gert? Hvað er til ráða til að bæta öryggi fjarskipta? Og ekki síst, hver á að borga?

Dagskrá

11:55   Opnað fyrir útsendingu 

12:00   Neyðar- og öryggisfjarskipti í hættuástandi
Í fyrirlestrinum verður fjallað stuttlega um þjónustu Neyðarlínunnar. Síðan um undirbúning neyðarsvörunar 112 og álag þar í óveðrinu í desember og síðan aftur nú í febrúar. Viðbragð og verkefni á meðan á óveðrinu stóð og áhrif þess á fjarskipti, þá sérstaklega fyrir viðbragðsaðila. Aðgerðir í kjölfar óveðursins og úrbótaáætlun. Sagt frá nýju váboðakerfi.
Magnús Hauksson, 112

12:20   Undirlag fjarskipta og öryggi þess
Í fyrirlestrinum verður fjallað um uppbyggingu fjarskiptaþjónustu á Íslandi, hvernig henni er dreift um landið, öryggi undirlagsins og hættur sem steðja að því. Getur öryggi borgað sig?
Halldór Guðmundsson, Míla

12:40   Rafmagn skiptir s.s. máli í nútíma samfélagi
Farið verður yfir óveðrin sem gengu yfir landið í desember og febrúar og áhrif þeirra á raforkukerfið og þá sérstaklega á dreifikerfi RARIK. Skoðað verður umfang truflana og afleiðingar. Komið verður inn á reynslu RARIK af fjarskiptum á meðan á vinnu stóð og komið inn á hvað mætti betur fara.
Helga Jóhannsdóttir, Rarik

13:00   Fundarslit

Fundarstjóri: Elmar Freyr Torfason, Míla


20200826 115705
20200826 115711
20200826 115829
20200826 125101
20200826 125124
20200826 125135

  • 26. ágúst 2020