Skip to main content

Hugbúnaðarráðstefnan

Hugbúnaðarráðstefnan
Tæki og tól við hugbúnaðargerð

17. nóvember 2021         kl. 12:00 - 13:40

Verð
Félagsmenn Ský:     2.500 kr.
Utanfélagsmenn:    5.000 kr.
Aðilar utan vinnumarkaðar: 2.500 kr.
 

Það kennir ýmissa grasa á hugbúnaðarráðstefnu Ský í ár. Við fáum innsýn í Azure App Insight sem nýtt er við greiningu vandamála í hugbúnaði. Einnig munum við fá að heyra af Auth0 fyrir auðkenningar- og heimildavirkni og skyggnumst svo að endingu inn í heim hönnunarkerfa sem hafa verið að ryðja sér til rúms upp á síðkastið.

Ráðstefnan er fyrir alla sem hafa áhuga á hugbúnaðargerð, hvort sem þeir eru hönnuðir, forritarar, verkefnastjórar eða rekstrarfólk. Stjórn faghóps Ský um hugbúnaðargerð ber veg og vanda að undirbúningi ráðstefnunnar.

Dagskrá

11:55   Útsending hefst

12:00   Yfirsýn hugbúnaðar með Azure App Insights
Azure App Insights er skýjalausn sem hjálpar að fá yfirsýn á hugbúnað s.s. hvernig samskipti við ytri kerfi, gagnagrunna og fleira. Farið verður yfir hvernig er hægt að setja inn kóða inn í C# hugbúnað og með því hægt að fá upplýsingar úr kóðanum upp í App Insights og geta greint betur vandamál eins og hraðavandamál enn einnig hugbúnaðarvillur.
Gísli Guðmundsson, Advania

12:20   Auth0
Auth0 er örugg og alhliða þjónusta sem tryggir auðkenningar- og heimildavirkni. Það notast við JWT bearer token og getur tengst mörgum mismunandi auðkennis veitur svo sem Microsoft Azure AD, ADFS, Active Directory eða jafnvel social login eins og facebook, google, linkedIn eða jafnvel þinn eigin notendagrunn.
Ævar Þór Gunnlaugsson, Origo

12:40   Er hönnunarkerfið tilbúið?
Jóhanna ræðir um hönnunarkerfi, frá upphafi til enda og frá öllum hliðum. Hversu langan tíma tekur að smíða hönnunarkerfi og hverjir koma að því að búa það til. Og hvernig nýtum við okkur svo hönnunarkerfið þegar upp er staðið?
Jóhanna Svala Rafnsdóttir, Metall

13:00   Höfuðlaus vefumsjón
Arnór fer yfir kosti við að nýta headless CMS og af hverju það er í auknum mæli að verða fyrsta val margra fyrirtækja.
Arnór Heiðar Sigurðsson, Júní

13:20   Umræður og spurningar

13:40   Fundarslit

Fundarstjóri:  Inga Rós Gunnarsdóttir, Reykjavíkurborg


20211117 131739

  • 17. nóvember 2021