Skip to main content

Heilbrigðisráðstefnan: Hvernig er að vera sjúklingur 2065?

fyrirlesarar

Væntingar og þarfir sjúklinga eru stöðugt að breytast. Með framförum í snjallvæðingu gera sjúklingar ríkari kröfu til stafrænnar heilbrigðisþjónustu. Samsetning sjúklinga breytist einnig með öldrun þjóðarinnar og auknum batahorfum eftir erfið veikindi. Á fundinum verður fjallað um það hvernig heilbrigðiskerfið getur tekist á við verkefni framtíðarinnar. Efni fundarins er fyrir alla sem hafa áhuga á stefnumótun og tækninýjungum í heilbrigðisþjónustu.

Dagskrá:

11:50   Húsið opnar

12:00   Hádegisverður borinn fram

12:15   Ég er minn eigin læknir
Snjallvæðingin hefur lengi reynt að snjallvæða heilsu okkar með allskonar misgáfulegum tækjum sem sum gera eitthvað og önnur ekkert. Lítum aðeins um öxl og horfum fram veginn í heilsutengdri snjalltækni.
Guðmundur Jóhannsson, samskiptastjóri Símans

12:30   Hugsum betur um fólkið okkar; Heimaspítalinn
Ný þjónusta á vegum HSU sk. Heimaspítali eða bráðavitjanateymi er orðin að veruleika. Heimaspítali er fyrir aldraða hruma einstaklinga, búsetta í heimahúsum, sem hafa bráðveikst. Hjúkrunarfræðingur og læknir veita spítalaþjónustu heima hjá sjúklingnum, í hans eigin umhverfi, í stað þess að viðkomandi sé fluttur á bráðamóttöku eða legudeild, sé hægt koma því þannig við og heilsufarsvandamálið sé þess eðlis. Skortur á tæknilausnum, geta orðið hamlandi þáttur í þessu verklagi.
Anna Margrét Magnúsdóttir og Margrét Björk Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingar á Heilsugæslustöð HSU á Selfossi

12:55   Mælingar til að hámarka heilsu
Með tilkomu tækja sem geta mælt allt frá blóðsykurstöðu niður í efnaskipta- og blóðheilsu einstaklinga er hægt að taka upplýstar ákvarðanir er varða hreyfingu og lífstíl og hvaða þætti þurfi helst að bæta. Við viljum ekki bara lifa lengur heldur einnig betur og með því að vita stöðuna í dag og hvert við viljum stefna er hægt að setja niður markmið sem koma okkur nær því takmarki. Sigurður Örn frá Greenfit ehf. fer yfir þessa hluti í stuttu erindi og kemur með nokkrar skotheldar leiðir til að besta heilsuna okkar til framtíðar.
Sigurður Örn Ragnarsson, Greenfit

13:20   Umræður

13:30   Fundarslit

Fundarstjóri: Guðmundur Jóhannsson, samskiptastjóri Símans


20230215 121831
20230215 121845
20230215 121858
20230215 122900
20230215 123523
20230215 130119
20230215 130138

  • Félagsmenn Ský:     4.500 kr.
    Utanfélagsmenn:   9.000 kr.
    Félagar utan vinnumarkaðar: 4.500 kr.
  • Samlokur og gos
    Kaffi/te og sætindi á eftir