UT-dagurinn - ráðstefna um verkefni stjórnvalda í UT
 Tæknin og tækifærin 
  Ráðstefna um áhrif og ávinning, framtíðarsýn og áhugaverð verkefni stjórnvalda
 haldin á Nordica hóteli 24. janúar 2006 
 frá kl. 08:30 - 16:15
Íslendingar eru í hópi þeirra þjóða sem hvað best nýta sér upplýsingatæknina og með hverju árinu sem líður leikur tæknin stærra hlutverk í daglegu lífi okkar. Opnast hefur aðgangur að gífurlegu magni upplýsinga og þjónustu bæði frá opinberum aðilum og fyrirtækjum. Um leið eru samskipti manna í millum fjölbreyttari og auðveldari en nokkru sinni fyrr. Upplýsinga- og fjarskiptatækni hafa fært okkur þessi nýju tækifæri og auknu lífsgæði. 
 Upplýsingatæknidagurinn, UT-dagurinn, var haldinn í fyrsta sinn þann 24. janúar 2006. Hann var haldinn til að vekja athygli á þeim tækifærum sem Íslendingar hafa á sviði upplýsingatækni, upplýsingatækniiðnaðar og fjarskipta. 
 
 Að deginum stóðu forsætisráðuneyti, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti, samgönguráðuneyti og fjármálaráðuneyti í samstarfi við Póst- og fjarskiptastofnun, Samtök upplýsingatæknifyrirtækja og Skýrslutæknifélagið.
 
 Á UT-deginum voru ýmsir viðburðir og kynningar í fjölmiðlum:
 
 -Haldin var ráðstefna á Nordica hóteli á UT-daginn undir yfirskriftinni: Tæknin og tækifærin - Ráðstefna um áhrif og ávinning, framtíðarsýn og áhugaverð verkefni stjórnvalda.
 -Ráðstefnan var send beint út á vef UT-dagsins: www.utdagur.is
 -Opnaður var nýr vefur um upplýsingatækni: www.utvefur.is 
 -Gefið var út kynningarefni í tilefni dagsins m.a. tölfræðileg samantekt um íslenska upplýsingasamfélagið frá Hagstofunni og nýr bæklingur um upplýsingatækni frá Upplýsingu, félagi bókasafns- og upplýsingafræða.
 -Í tengslum við UT-daginn var gefið út umfangsmikið blað sem dreift var með Morgunblaðinu 20. janúar.
Dagskrá:
 
  8:30    Húsið opnaði – afhending ráðstefnugagna
  9:00    Ávarp Halldórs Ásgrímssonar, forsætisráðherra  
  9:10    Íslenskt upplýsingasamfélag - tölfræðileg samantekt
             Guðfinna Harðardóttir, sérfræðingur, Hagstofa Íslands
  9:30    Íslenskur sýndarveruleiki 
             Hilmar V. Pétursson, framkvæmdastjóri CCP
  9:50    Alþjóðavæðing
             Friðrik Sigurðsson, forstjóri TM Software
  10:10  Upplýsingatækni – áhrif og ávinningur
             Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra
 
  10:30    Kaffi
 
  10:45    Stafræn tilvera - stafræn viðskipti
                Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Þróunarsviðs Símans
  11:05    Opið net - lykill að lífsgæðum
               Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi 
  11:25    Ísland.is - Þjónustuveita ríkis og sveitarfélaga
               Bolli Þór Bollason, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytis
  11:45    Hver ert þú? Rafræn auðkenning og undirskriftir
               Haraldur Bjarnason, sérfræðingur, fjármálaráðuneyti
   
  12:05    Hádegisverður
 
 13:00    Upplýsingatækni, þekking og menning
               Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra
  13:20    Tilraunaverkefni um samráð og samskipti milli almennings og opinberra aðila
                Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri og Arnar Pálsson, sérfræðingur í félagsmálaráðuneyti
  13:40    Rafræn samfélög - aukin lífsgæði á landsbyggðinni
                •    Virkjum alla - rafrænt samfélag við Skjálfanda
                     Susan Martin, verkefnisstjóri
                •    Sunnan3 - rafrænt samfélag á Árborgarsvæðinu 
                    Sigurður Tómas Björgvinsson, verkefnisstjóri og  framkvstj. hjá Stjórnsýsluráðgjöf ehf. 
  14:00    Fjarskiptaáætlun, verkefni fjarskiptasjóðs og öryggismál í fjarskiptum  
               Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra
 
  14:20    Kaffi
 
 14:35    Stuttar kynningar (10 mínútur) á áhugaverðum verkefnum: 
 
AUFT - Átak í upplýsinga- og fjarskiptatækni - helstu verkefni dóms- og kirkjumálaráðuneytis á þessu sviði
-Friðjón R.Friðjónsson, vefstjóri í dóms- og kirkjumálaráðuneyti
Rafrænir lyfseðlar – frá lækni til apóteks
-Benedikt Benediktsson, verkefnisstjóri, heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti
Upplýsingatækni á nýju hátæknisjúkrahúsi
-Björn Jónsson, sviðsstjóri upplýsingatæknisviðs, Landspítali háskólasjúkrahús
Útrás RSK
-Bragi L. Hauksson, deildarstjóri upplýsingatæknideildar RSK
Leitin breytir heiminum
-Hjálmar Gíslason, framkvæmdastjóri, Spurl ehf.
Bezt í heimi! - Vefvæddir íslenskir veiðimenn
-Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar
Gagnvirk kortavefsjá - miklir möguleikar í miðlun
-Guðný Káradóttir, framkvæmdastjóri Gagarín
Stafræn miðlun úr safni RÚV
-Dóra Ingvadóttir, framkvæmdastjóri, Ríkisútvarpið
Menntagátt - miðstöð upplýsinga
-Sigrún Eva Ármannsdóttir, forstöðumaður, Hugur hf
 16:15    Léttar veitingar. 
 
 Ráðstefnustjóri var Óskar B. Hauksson, stjórnendaráðgjafi, Gáttir ehf.
 
 Aðgangseyrir var 4.000 kr. 
 
-             
    
        24. janúar 2006
 
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                             
            
                        
            
                            