Skip to main content

Stofnfundur faghóps um stafræna vörustýringu

Föstudaginn 12. maí verður stofnfundur faghóps um stafræna vörustýringu. Með stofnun þessa faghóps vilja stofnendur leggja grunn að virku þekkingarsamfélagi og samstarfsvettvangi innan geirans. Við hvetjum fólk innan og utan geirans, reynslubolta og þau sem eru áhugasöm eða jafnvel bara forvitin um stafræna vörustýringu að mæta.

Fundurinn er opinn öllum sem vilja kynna sér hópinn. Skráðir félagar í Ský geta gengið í faghópinn á staðnum eða eftir fundinn.

Dagskrá:

09:00   Fundur settur

Stutt kynning á faghópnum
Sigrún Lára Sverrisdóttir, Reykjavíkurborg
 
Kosning fyrstu stjórnar faghópsins
Hægt að bjóða sig fram á staðnum
Allir og ömmur þeirra vilja stafrænt vörustýri
Ólafur Óskar Egilsson, Reykjavíkurborg

10:00   Stofnfundi lokið

Fundarstjóri:  Inga Jessen 

Undirbúningur: Sigrún Lára Sverrisdóttir, Ólafur Óskar Egilsson, Guttormur Árni Ársælsson, Heiðar Atli Emilsson, Snædís Zanoria Kjartansdóttir, Erla Rós Gylfadóttir, Inga Jessen, Kristjana Nanna Jónsdóttir


 

Tillaga að reglum faghóps Ský um stafræna vörustýringu

1.gr.
Stafræn vörustýring er faghópur innan félagsins Ský og starfar eftir reglum þess um faghópa.

2.gr.
Markmið faghópsins eru í samræmi við markmið móðurfélagsins og felast m.a. í:

  • Að skapa vettvang fyrir faglega umræðu um stafræna vörustýringu
  • Að auka þekkingu á faginu og fjölbreytileika þess innan og utan geirans
  • Að stuðla að fagmennsku í vörustýringu
  • Að efla tengslamyndun innan geirans og stuðla að virku samfélagi í kringum fagið
  • Að leitast við að þroska geirann á íslenskum vinnumarkaði
  • Að stuðla að vandaðri málnotkun og skýra hugtök tengd vörustýringu

20230512 090518
20230512 090537
20230512 090543
20230512 090548
20230512 090551
20230512 090556
20230512 094427
20230512 094439
20230512 094609
20230512 094635