Skip to main content

Minningarathöfn um IBM 1401

Árið 1971 var ákveðið að leggja niður Skýrsluvinnsluna og farga 1401-tölvunni. Þetta var eins og að kveðja góðan vin svo að Örn S. Kaldalóns (ÖK)  og Jóhann Gunnarsson (JG) Jóhann ákváðu að halda smá athöfn, spila smá músík og taka allt upp á segulband. Þeir héldu hvor sinn ræðustúfinn, snöktu eftir bestu getu og spiluðu „Ísland ögrum skorið“. Að því búnu var tölvunni fargað.

Yfirlit og útskrift á töluðu orði

Tími
Túlkun
00:00:00
Hljóð í spjaldalesara og prentara
00:08-00:24
JG: Okkur hefur fundist það viðeigandi að safna hér á þetta band á síðasta kvöldinu sem 1401 er í gangi hér á DCS hjá IBM örfáum minningum um þessa ágætu vél. Fyrst skulum við hlusta á hann í vinnu.
00:25 – 00:50
Prentarahljóð yfirgnæfandi
00:50 – 01:15
Spjaldalesari-gatari yfirgnæfandi
01:15 – 01:35
Prentarahljóð aftur yfirgnæfandi
01:36 – 01:40
Upprunalegt efni af bandinu: And this is the unit which gives the most trouble
01:48 – 02:30
Ísland ögrum skorið
02:40 – 03:28
Hava na gila
03:29 – 03:30
Brot af upprunelegu efni: That there is not--
03:30 – 03:55
Hava na gila áttund hærra
03:56 – 04:19
Gamalt sígilt verk
04:21 – 04:46
Sama verk, áttund lægra
04:46 – 04:48
Örstutt brot, ógreinanlegt, af upprunelegu efni.
04:48 – 06:13
Ísland ögrum skorið í hærri tón (upptaka rofin á milli 05:40 og 05:50)
-06:19 -06:43
ÖK: Og með þessum lögum ætlum við að kveðja okkar ágæta vin og félaga, IBM 1401, sem á morgun verður borinn til grafar. Við þökkum honum dygga þjónustu. og í dag er 12. mars 1971 og þetta er sem sagt síðasti dagurinn sem hann þjónar okkur hér. Með brostið hjarta ætla ég að fá Jóhanni Gunnarssyni míkrófóninn.
06:43 – 06:49
JG: Ég kem nú bara ekki upp nokkru orði fyrir söknuði.