Prentun á ljósmyndum er mikil starfsemi
Það mætti ætla að stafræn myndataka hafi gert út af við framköllunarstofurnar gömlu en svo er aldeilis ekki. Í BNA er starfrækt fyrirtækið Shutterfly sem sinnir prentun á stafrænum myndum og myndaalbúmum og mikill vöxtur er á milli ára, og spár gera ráð fyrir að leiðin liggi uppávið.