Skip to main content

Prentun á ljósmyndum er mikil starfsemi

Það mætti ætla að stafræn myndataka hafi gert út af við framköllunarstofurnar gömlu en svo er aldeilis ekki. Í BNA er starfrækt fyrirtækið Shutterfly sem sinnir prentun á stafrænum myndum og  myndaalbúmum og mikill vöxtur er á milli ára, og spár gera ráð fyrir að leiðin liggi uppávið.

Sjá nánar 

4G tæknin LTE nær allt að 173 Mbit/sek

Núna er lokið tilraunum við raunverulegar aðstæður á frumgerð fjórðu kynslóð farsímaneta, sem kölluð er  LTE eða Long Term Evolution. Við kjöraðstæður, og á skemmri leiðum, er hægt að ná gagnaflutningshraða sem slær allt annað út. Að baki býr bæði þörf á meiri bandbreidd en líka að nýta tíðnirófið betur til að bera sífellt meiri umferð.

Sjá nánar 

Hraði á FireWire fjórfaldast

IEEE 1394, eða FireWire, hefur haft forskot í hraða á annað samskonar, þar sem tæki eru samtengd með snúrum til að flytja gögn á milli. Í seinni tíð hefur dregið saman en núna hafa samtökin á bakvið tæknina tilkynnt að hraðinn verði fjórfaldaðar eða úr 800 Mbit/sek. í 3,2 Gbit/sek en tenglar og kaplar verði óbreytt.

Sjá nánar 

Niðurhal á bíómyndum efst á óskalistanum

Þegar kannað var í Bretlandi hvað væri eftirsóknarverðast varðandi þjónustu á Netinu var niðurhal á bíómyndum í DVD-gæðum efst á blaði. Notendur hafa þær væntingar til háhraðaneta að þetta taki ekki lengri tíma en fimm mínútur. Hvað núverandi þjónustu snertir eru gamlir kunningjar í efstu sætunum, en minni áhugi á nýjungum eins og myndsamtölum.

Sjá nánar 

Hvað er átt við með full HD?

Hinn vestræni heimur er á fullu að skipta út sjónvarpstækjunum gömlu fyrir flötu tækin flottu en það er að mörgu að hyggja ef fá á fulla nýtingu úr tækjunum næstu árin. Hvað er átt við með HD ready og svo full HD? Hér er grein sem segir frá því sem þarf til að fá mestu mögulegu gæði með háskerputækjum.

Sjá nánar