Skip to main content

Google setur í gírinn

Google hefur sent frá sér beta útgáfu af hugbúnaði þannig að hægt er að nota tiltekin netforrit "offline". Enn er ekki mikið um forrit sem nýta þetta en blaðamaður Slate vill meina að þetta séu svo merk tímamót að þetta gæti þýtt upphafið að endalokum Microsoft.

Sjá nánar og RTM og Google Gears 

Blu-ray að mjakast framúr í baráttunni um háskerpu

Myndleigukeðjan Blockbuster í BNA hefur tilkynnt að hún muni einbeita sér að leigu á háskerpumyndum með Blu-ray tækni frá Sony og hlýtur það að teljast nokkuð áfall fyrir keppinautinn Toshiba sem teflir fram HD-DVD. Þrátt fyrir þetta er óráðið um hvor hefur betur á endanum. Sárafáir frístandandi spilarar af hvorri gerð hafa selst en þeim mun meira af leikjatölvunni PS3, sem spilar Blu-ray, og fartölvum frá Toshiba með HD-DVD drifum. 

Sjá nánar 

Skömmtun undirbúin á iPhone

Mikill viðbúnaður er vestanhafs vegna útkomu á iPhone. Reiknað er með miklum fjölda fólks við verslanir þegar síminn fer í sölu auk þess sem takmarkanir verða á fjölda þeirra síma sem hver og einn má kaupa.

Sjá nánar 

Apple endurbætir óútkominn síma

Það er leitin að annarri eins eftirvæntingu eftir nýju tæki eins og iPhone símanum frá Apple, sem kemur á markað í BNA í lok júní. Apple hefur nú þegar gert endurbætur á tækinu með betri rafhlöðuendingu og með því að nota gler en ekki glært plast á skjáinn. Hlutabréf fyrirtækisins fóru upp um 3% við þessa frétt, til viðbótar við hin 30% sem síminn hafði valdið.

Sjá nánar 

Uppfinningamaður plasmasjónvarps enn að störfum

Það er einn tiltekinn maður sem hefur staðið á bakvið þróun plasmasjónvarps og er sagt að án vinnu hans væru þessi tæki ekki til. Þó hann hafi að mestu dregið sig í hlé eftir áratuga þróunarstörf við tæknina er hann að vinna að því að tækin eyði minn rafmagni.

Sjá nánar