Skip to main content

Mozilla lagar galla í Firefox

Búið er að gefa út uppfærslu á Firefox vafranum og hefur hann núna gerðina 1.5.0.7. Til þessa hefur Internet Explorer verið í uppáhaldi hjá tölvuþrjótum en með auknum vinsældum Firefox er landslagið að breytast og hann er í auknum mæli skotmark. Microsoft gaf líka út í síðustu viku fjöldamargar endurbætur á hugbúnaði sínum.

Sjá nánar 

Minnisframleiðendur hagnast á DVD stríðinu

Þó það sé langt í frá útkljáð hvor gerðin af háskerpu DVD verður ofan á er ljóst að hvernig sem fer munu minnisframleiðendur njóta góðs af. Nýir DVD spilarar þurfa sextánfalt meira minni en eldri gerðir og því gæti Samsung sem dæmi aukið söluna margfalt. Á móti kemur að markaðurinn er í biðstöðu þar sem neytendur bíða eftir því hvor gerð DVD nær undirtökunum.

Sjá nánar 

Microsoft Zune hefur á brattann að sækja

Zune spilastokkurinn býr yfir mörgum áhugaverðum eiginleikum, eins og stórum skjá fyrir bíómyndir og þráðlausri tækni til að skiptast á lögum. Engu að síður hefur Apple svo afgerandi forskot með iPod spilaranum að Microsoft þarf að vera ansi þrautseigt áður en fyrirtækið nær markaðshlutdeild af keppinautinum.

Sjá nánar og dómur um tækið

HP: ákæra ef til vill lögð fram

Yfirvöld í Kaliforníu hafa núna undir höndunum næg gögn til að leggja fram ákæru hendur tilteknum aðilum innan HP og gegn öðrum utan fyrirtækisins. Stjórnarformaður HP neyddist til að segja af sér eftir að upp komst að hún hafði ráðið verktaka til að leita að fjölmiðlaleka úr stjórn fyrirtækisins. Verktakinn náði gögnum af símafyrirtæki með því að villa á sér hemildir og fá þau afhent í nafni ýmissa stjórnarliða og fréttamanna.

Sjá nánar