Skip to main content

Mjög harkalegar varnaraðgerðir í næstu kynslóð DVD

Þeir sem standa á bakvið háskerpu DVD tæknina HD-DVD og Blu-ray, ætla að beita mjög flóknum en jafnframt hörkulegum aðferðum til að hindra afritun og spilun ef tæki notenda uppfylla ekki strangar kröfur. Sony gæti sem dæmi lamað öll eintök af tilteknum DVD spilurum ef grunur er um að afritunarvörnin hafi verið rofin.

Sjá nánar 

Microsoft fer í öryggisslaginn

Núna hefur Microsoft formlega opnað varnarþjónustu sína OneCare þar sem tölvunotendur geta gegn áskriftargjaldi varið tölvur sínar fyrir hættum. Þar með er samkeppni hafin við Symantec og ýmsa fleiri sem hafa sinnt þessum markaði til þessa.

Sjá nánar og hérna

Microsoft að kaupa eBay?

Sú saga gengur nú fjöllunum hærra að Microsoft sé í viðræðum við eBay um kaup á uppboðsvefnum. Hugmyndin er að láta eBay renna saman við MSN og styrkja stöðu Microsoft gagnvart Google.

Sjá nánar 

Háskerpusjónvarp: áhorfendur segja skoðun sína

Sky hóf sjónvarpsútsendingar í háskerpu, HDTV, mánudaginn 22. maí og BBC kannaði hvernig áhorfendum líkaði. Fyrst í stað er verið að sjónvarpa íþróttum með þessari nýju tækni og nokkrar kvikmyndir hafa einnig gefið tóninn.

Sjá nánar 

UT: hvaða hæfileikar eru eftisóknarverðastir?

Vestur í BNA er atvinnuleysi meðal þeirra sem starfa við UT nánast ekkert. Þegar skannað er hvað þykir eftirsóknarverðast hjá vinnuveitendum kemur í ljós að kunnátta í Linux og á ýmsum hliðum viðskiptalífsins svo og verkefnastjórnun er þar efst á blaði.

Sjá nánar