Skip to main content

Ský í fjölmiðlum

Áhugaverðar upplýsingar um Ský
Ský er félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni. Félagið er "non-profit" og miðast rekstur þess við það. Tilgangur Ský er að miðla þekkingu milli þeirra sem starfa við eða hafa áhuga á upplýsingatækni.

Hlutverk Ský er að bjóða uppá fjölbreytta og metnaðarfulla viðburði í formi fræðslufunda og ráðstefna um upplýsingatækni og hlúa að því öfluga þekkingar- og tengslaneti sem myndast hefur innan félagsins og veita þannig félagsmönnum sínum virðisauka og vegsemd.

Markmið Ský eru:
· að breiða út þekkingu á upplýsingatækni og stuðla að skynsamlegri notkun hennar
· að skapa vettvang fyrir faglega umræðu og tengsl milli félagsmanna
· að koma fram opinberlega fyrir hönd fólks í upplýsingatækni
· að stuðla að góðu siðferði við notkun upplýsingatækni
· að styrkja notkun íslenskrar tungu í upplýsingatækni

Skýrslutæknifélag Íslands, í daglegu máli nefnt Ský, var stofnað af frumkvöðlum í tölvugeiranum þann 6. apríl 1968 og voru stofnfélagar um 100 talsins. Haldið hefur verið utan um sögu Ský af öldungadeild félagsins, sjá einnig Söguvefinn. Orðanefnd hefur starfað innan félagsins frá upphafi og félagið hefur gefið út tímaritið Tölvumál frá árinu 1976. Innan Ský starfa allmargir faghópar og eru félagar árið 2022 rúmlega 1.000.

Tengiliður við fjölmiðla
Arnheiður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ský
Sími: 553-2460 / 861-2176

Einnig má hafa samband við stjórn Ský.