Oddur Benediktsson
Oddur Benediktsson
Fæddur 5. júní 1937
Dáinn 17. ágúst 2010
Oddur var sæmdur titlinum heiðursfélagi Skýrslutæknifélags Íslands á árshátíð félagsins 26. janúar 1990.
Oddur M. Benediktsson var formaður Skýrslutæknifélags Íslands árin 1977-1979. Hann hafði þá gegnt varaformennsku frá ’76.
En Oddur hefur einnig, bæði fyrir og eftir stjórnarsetu sína, starfað ötullega fyrir félagið og ekki síst nú þar sem hann hefur veriðmikill drifkraftur í öldungadeild Ský og situr í öldungaráði. Hann hefur oft flutt erindi hjá félaginu. Hann skrifaði grein um starfsemi félagsins á tuttugu og fimm ára afmæli þess sem birt var í Tölvumálum, 18. árgangur 1993, 4. Tölublað (01.09.1993): https://timarit.is/page/2362562?iabr=on
Á meðan Oddur var í stjórn hóf fagtímarit Skýrslutæknifélagsins, Tölvumál göngu sína, sem eins og áður er sagt er enn er við lýði í dag, og sat Oddur í fyrstu ritnefnd þess. Í formannstíð sinni þá voru ýmis málefni til umræðu, t.d. var ofarlega á baugi að sett yrðu lög um meðferð persónuupplýsinga í tölvum. Fjallað var um mikilvægi tölvunotkunar við stjórn fyrirtækja og um gagnasendingar um símkerfið. Grunnurinn að íslenskri stafagerð í stafatöflum og lyklaborði var lagður og Oddur kom að margvíslegum verkefnum sem stuðluðu að stöðlun í upplýsingatækni. Í stjórnartíð/formannstíð Odds var Oddur talsvert virkur í norrænu samstarfi um staðlamál og tók hann þátt í að gefa út MSQH (Modelling a Software Quality Handbook), sem var nýjung á þeim tíma.
Grein í Tölvumálum þegar Oddur var gerður að heiðursfélaga: https://timarit.is/page/2361290?iabr=on
Oddur lést þann 17. ágúst 2010 og er hér að finna minningarorð félagsins um hann.